Mikil sprenging hefur verið í ferðamannaiðnaðnum á Íslandi á síðustu árum en mikið er af hótelum og gistiheimilum um allt land. Sérstakur vöxtur hefur verið í Hostelum eða svokölluðum farfuglaheimilum sem bjóða upp á ódýra gistingu fyrir ferðamenn sem vilja ekki vera í tjaldi en ekki heldur greiða fyrir gistingu á hóteli. Hér er listi yfir 5 bestu farfuglaheimili á Íslandi í dag.

1. Í efsta sæti er KEX HOSTEL sem er staðsett í miðbæ Reykjavíkur, gamla kexverksmiðjan er það heitasta meðal erlendra ferðamanna fyrir sérstöðu á bæði mat og gistingu. Ekki er gistingin fyrir alla en er hún miðuð á þann markað að vera upplifun í staðin fyrir slökun

2. Í öðru sæti er það svo Loft Hostel staðsett á einni af vinsælustu verslunargötu Íslands, býður upp á margskonar gistingu á borð við fjölskylduherbergi, einungis stelpu herbergi ofl. Þetta gefur farfuglum sem koma einir að gista einungis með öðrum konum ef það treystir sér ekki í annað. Þetta er í dýrari kantinum fyrir Hostel en býður gestum upp á einstaka upplifun.

3. Í þriðja sæti er Vestmannaeyjar HI hostel einnig nefnt Sunnuhóll Hostel. Sunnuhóll er á eldfjallaeyjunni Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar hefur oft verið kölluð týna perla Íslands en þarf að taka ferju til að komast á eyjunna. Á eyjunni er allt frá lunda til eldfjalla til ljúffengra veitingastaða.

4. Í fjórða sæti er annað Hostel út á landi en heitir það Harbour Hostel og er það staðsett á Seyðisfyrði. Þetta farfuglaheimili er frábær kostur fyrir ferðalanga sem vilja losna úr allri umferðinni sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Öfugt við Hostelinn KEX og Loft þá yrði þetta betur hugsað sem slökunargisting. Þar sem náttúran er í fyrirrúmi.

5. Í fimmta sæti er Skógar HI Hostel. En er það líkt og Harbour Hostel út á landi en umkringdur fallegum fossum og því frábær ferð fyrir fólk til að slappa af.

Þetta er listi settur saman einungis af okkar mati og reynslu.