Besti staðurinn til að sjá íslenska fugla.

Margar tegundir eru til af fuglum á Íslandi en þekktasti staðurinn á landinu sem tengist fuglum er án efa Látrabjarg. Staðurinn er á Vestfjörðum og er risastórt bjarg sem margir fuglar búa á. Sumir eru þar allt árið en aðrir aðeins tímabundið. Staðurinn er talinn vera einn sá fallegasti í heimi þar sem milljónir sjávarfugla safnast saman. Einn sem einkennir staðinn helst er Lundinn.

Staðurinn skiptist í fjóra hluta; Keflavíkurbjarg, Látrabjarg, Bæjarbjarg og Breiðavíkurbjarg. Látrabjarg er einn besti staðurinn á Íslandi til þess að ná nærmyndum af fuglum. Þeir eru oft vinalegir og ekki hræddir við fólk.

Myndir af Látrabjargi

Lundar eru þeir vinalegustu en þeir eru einnig mjög myndalegir og litríkir. Oft er mjög freistandi að snerta þá þar sem þeir eru mjög sætir.

Lundaungarnir eru ekki með með þennan appelsínugula gogg eins og þeir eldri, en þeir fá hann aðeins á meðan fjölgunartími er hjá þeim og hann fer þegar líður að vetri. Lundar eru með litla vængi en þeir eru fullkomnir í að veiða fisk. Annað sem er einkennilegt við Lunda er að þeir grafa göng þar sem þeir verpa aðeins einu eggi á ári. Þess vegna eru egg ekki tekin frá Lundum. Látrabjarg er fullkominn staður fyrir áhugafólk um fugla sem og ljósmyndara ef veður leyfir. Atlanshafslundinn býr á Íslandi frá maí til seinnihluta ágúst og elur hann upp unga sýna hér en síðan fljúga þeir út á haf þegar veturinn kemur. Talið er að um það bil 10 milljón Lundar búi á Íslandi yfir sumarið. Vinsælasti staðurinn fyrir lunda er Vestmannaeyjar, en þar eru um 10% af öllum Lundum yfir sumarið og er einnig mjög vinsæll ferðamannastaður.

Látrabjarg er staðsett 417 km frá Reykjavík en það er einnig hægt að ferðast þangað með ferjunni Baldri sem þú getur tekið frá Brjánslæk sem er um 80km frá Látrabjargi. Látrabjarg er frábær staður sem allir ættu að sjá.