Borgarísjaki og hvalaskoðun

Hvalaskoðun hefur fest sig í sessi sem ein af aðal upplifunum ferðamannsins sem kemur til Íslands. Hvalirnir eru oft óhræddir við að sýna sig og þykja þeir afar fallegir og merkileg dýr. Þeir eru gríðarlega stórir en friðsamir og engin hætta er á að þeir ráðist á hvalskoðunarskipið.

Ísland þykir talsvert merkilegt land fyrir margar sakir og eru hvalirnir sem synda við Íslandsstrendur ein þeirra. Sumir skilja ekki hvað sé svona merkilegt við hvalina, en aðrir berjast fyrir réttindum þeirra og fullyrða að þeir séu tilfinningaverur með mikla sál. Hvernig sem því er háttað er ljóst að eitthvað er varið í hvalina því vinsældirnar tala sínu máli. Fólk er tilbúið til þess að ferðast heimshlutanna á milli til þess eins að koma og upplifa nærveru hvalanna.

Í hvalaskoðunarferðum getur ýmislegt óvænt gerst og sú var raunin þann 26. september 2018. Mikil spenna magnaðist upp á meðal ferðamanna sem voru í hvalaskoðunarferð á vegum Artic Adventures þegar báturinn komst í nærri við ísjaka sem stóð um 20 metra upp í loft frá sjávarmáli. Það var því mikil mildi að skipstjórinn kom auga á ísjakann í tæka tíð og farþegar voru mjög ánægðir með upplifunina, en Freyr hjá Artic Adventures sagði íshraun vera í kringum jakann og erfitt væri að komast mjög nálægt og að auki hafi verið talsverð hætta þar á ferð. Atvik sem þessi eru sjaldséð við Íslandsstrendur en þeir sem þekkja til ísjaka hafa einmitt sagt að mikil hætta geti skapast, t.a.m. ef ísjakanum hvolfi og rekist um leið í skipið, eða ef skipstjórinn sér hreinlega ekki ísjakann í tæka tíð. Slík atburðarrás sé alls ekki óraunsæ enda sjáist ísjakinn ekki á radar og afar erfitt sé að koma auga á hann þegar skyggna tekur. Ef skip og ísjaki mætast þá getur það hæglega leitt til þess að skipið sökkvi.