Fimm skemmtilegir hlutir til að gera á Íslandi

Mikill framför hefur verið í framboði á úrvalsskemmtunum tengt ferðamennsku og íþróttum hér á Íslandi. Hlutir á borð við trampólíngarða, köfunarferðir í silfru og fallhlífarstökk á Hellu. Leiðandi fyrirtæki í þessum geira í dag er til dæmis Artic Adventure og Extreme Iceland, þetta eru í dag stærstu fyrirtæki innan þessum flokki. Við höfum tekið saman lista hér yfir 5 skemmtilega hluti til að gera hér á Íslandi. Hver hlutur er hugsaður fyrir alla aldurshópa nema annað sé tekið fram.

1. Bláa lónið. Bláa lónið hefur síðan árið 1981 verið notuð sem baðaðstaða fyrir almenning á Íslandi en er lónið sjálft affallsvatn frá Hitaveitu Suðurlands. Þetta er gott dæmi um skemmtun sem höfðar til allrar fjölskyldunar sama á hvaða aldri hver og einn er. Bláa lónið er þekkt fyrir að hafa jákvæð áhrif á húðsjúkdóma og exem, en í vatninu er kísill, þörungur og steinefni en hvert og eitt af þessum efnum er þekkt fyrir að hafa jákvæð áhrif á húðina.

2. Golf. Á Íslandi er gífurlegt magn af flottum golfvöllum nánast hvar á landinu sem þú ert og eru margir vellir hér í hæsta gæðaflokki. Til dæmis er Húsafell einn af flottari par 9 völlum á landinu og er mjög vel sóttur af íslendingum og ferðamönnum

3. Gullfoss og Geysir. Að fara og skoða náttúruundrin tvö Gullfoss og Geysir er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Vert er að athuga að mikil traffic getur myndast á sumrin þegar öll túristáflóran er að skoða svæðið, því er apríl, maí, ágúst og september kjörinn tími til að fara á svæðið.

4. Snjósleðaferð á Vatnajökli. Ekki þarf að útskýra mikið nánar en það er gífurleg skemmtun að fara á snjósleða á stærsta jökli í Evrópu. Ef börn yngri en 12 ára vilja fara þá verða þau að vera í fylgd fullorðna

5. Norðurljósin. Fátt er jafn fallegt og norðurljósin á veturnar en best er að skoða þau utan þéttbygðar til að sjá sem mest.