Fjórhjólaferðir um eldfjöll Íslands

Á Íslandi eru 130 eldfjöll talsins en liggur svokallað eldfjallabelti undir landinu. Þetta kemur engum á óvart en hefur Ísland lengi af verið þekkt fyrir stór og mikil eldfjöll og hversu oft það hefur gosið hér. Einungis hafa 18 gosið af þessum 130 á sögulegum tíma (frá og með árinu 900). Mikill fegurð er í og við gígana og hefur sérkennileg náttúra myndast þar sem ferðamenn eru óðir í. Það er einnig mikilvægt að fylgjast með veðri þar sem það getur breyst á sekúndubroti og því betra að vera við öllu undirbúin þegar farið er í svona ferðir.

Lengi af hafa ferðaþjónustufyrirtæki boðið upp á ýmis konar ferðir tengd eldfjöllum og jafnvel söfn, en nú er mögulegt að fara á fjörhjól um eldfjallasvæði á Íslandi. Fyrirtæki á borð við 4X4 adventure Iceland bjóða upp á nokkra klukkutíma túr um svartar strendur og að eldfjallagígjum þar sem svart hraun og mosi blasir við svo langt sem augað eygir. Mikil þróun hefur verið í ferðamálageiranum og er þetta skemmtileg viðbót í það framboð sem áður hefur verið.

Þar sem mikið er um eldfjallarsvæði hér á landi er mikið um möguleika og hefur það sannað sig að markaður sé fyrir þessu og er markhópurinn ekki lítill þar sem þessi skemmtun hentar fólki á öllum aldri nema eitthvað heilsuskerðandi hrjái þau. En auðvitað er þetta meira hugsað fyrir ævintýrasækna og djarft fólk sem hefur gaman af hraða og fjórhjólum. Þar sem þetta bíður upp á öðruvísi hlið á það sem áður hefur verið (göngur ofl)

Þrátt fyrir markað fyrir þessu þá eru svona ferðir í boði á einum stað á landinu í dag eða í Reykjanes. Það er fyrirtækið 4×4 adventures Iceland sem sér um þessar ferðir og hafa staðið sig vel, ferðin hjá þeim er 3 klukkustundir og er hádegisverðurinn innifalin í ferðinni þeirra.