Framtíð Keflavíkurflugvallar

Nýlegar fréttir hafa komið varðandi Keflavíkurflugvöll, en hann hefur verið sífellt vinsælli eftir að túristar fóru að koma í röðum til landsins. Eins og fréttin segir þá hefur framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar talað um þetta mál:

http://www.ruv.is/frett/gagnrynin-kom-ekki-a-ovart og segir hann gagnrýnina ekki koma sér á óvart. Keflavíkurflugvöllur var kosinn árið 2016 sem besti flugvöllur í Evrópu, þá var sérstaklega litið upp til hversu snyrtilegur flugvöllurinn er en einnig var litið upp til hversu góð þjónusta var á flugvellinum.

Ferðamennska á Íslandi

Túrisminn á Íslandi hefur hækkað gríðarlega mikið síðustu ár og ekki er búist við að honum fari minnkandi. Farþegafjöldinn á Keflavíkurflugvelli hefur fjórfaldast síðan árið 2014. Það kemur því ekki á óvart að Keflavíkurflugvöllur var valinn samkvæmt ferðaþjónustuvef Airhelp sem einn versti flugvöllur í heimi. Ástæðan fyrir því vali var vegna þess hversu smár hann var og ekki var hægt að þjónusta allt fólkið sem kemur til landsins. Ísland er eitt vinsælasta land í heimi þegar kemur að túristmanum, hann hefur fjölgað sér gríðarlega hratt miðað við hversu fámenn þjóðin er.

Hvað er hægt að gera til þess að hjálpa túristanum í þessum aðstæðum?

Það eru ekki góðar aðstæður fyrir túristann að koma í land þar sem ekki er hægt að þjónusta honum. Það er þó möguleiki að byggt verði stæði lengra frá flugstöðinni og þangað sé hægt að flytja farþega. Það verður einnig að stækka biðsvæði farþega og þá munu einnig raðir við landamæraeftirlitið ganga tvisvar sinnum hraðar

Hvernig verður framtíðin fyrir ferðafólk sem ætlar að koma til landsins?

Það verður frekar troðið að ætla að ferðast til Íslands allavega næstu þrjú árin. Fólk er almennt ánægt með þjónustu landsins og einnig þjónustu á flugvellinum, en það er eitthvað sem þarf að gera til þess að koma í veg fyrir að ferðafólk hættir að koma til landsins