Golf á Íslandi

Hefur þú mikinn áhuga á golfi eða ert með bakteríuna eins og sagt er um golfara sem hugsa um golf 24/7?

Þá ertu í góðum málum á Íslandi, það er að segja bara yfir vor og sumar mánuðina. Á Íslandi eru fjölmargir eða öllu heldur aragrúi af golfvöllum. En þeir eru misgóðir og miskrefjandi, það fer eftir því hvar þú ert á landinu. Stærstu og bestu golfvelli landsins er að finna að mestu á höfuðborgarsvæðinu, en þó finnast mjög góðir vellir í hverjum landshluta.

-Helstu golfvellir Íslands-

-Höfuðborgarsvæðið-

–Golfklúbbur Reykjavíkur–

GR hefur yfir að ráða tveimur stórum völlum, Grafarholtsvöll sem er 18 holu völlur og Korpúlfsstaðavöll en þar eru 27 holur. Báðir þessir vellir eru langir, krefjandi en mjög skemmtilegir.

–Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar–

GKG er með 2 velli. Leirdalurinn er 18 holur og Mýrin er með 9 holur. Báðir eru þeir þrælskemmtilegir.

–Golfklúbbur Keilis–

Þessi klúbbur er í Hafnarfirði og þar eru 2 vellir. 18 og 9 holur.

Fleiri golfvelli er hægt að finna á höfuðborgarasvæðinu, bæði 9 holu og 18 holu velli. Á Suðurnesjum eru þrír 18 holu vellir og eru þeir staðsettir í Keflavík, Sandgerði og Grindavík

-Landsbyggðin-

–Suðurland–

Á Suðurlandi eru fjölmargir 9 holu sveitavellir. En þar er einnig að finna nokkra 18 holu velli sem eru allir einstaklega góðir og vel hirtir, en þeir eru staðsettir í Þorlákshöfn, á Hellu og í Vestmannaeyjum. Það má segja að það séu golfvellir út um allt Suðurland og varla hægt að láta þá framhjá sér fara.

–Austurland–

Hægt er að finna golfvöll í hverju bæjarfélagi Golfvellir á Austurlandi. En flest allir eru þeir 9 holu vellir en það er 18 holu völlur á Eskifirði.

–Norðurland–

Í flestum bæjarfélögum eru 9 holu vellir en á Akureyri er að finna nyrsta 18 holu golfvöll í heimi, Jaðarsvöll.

–Vesturland/Vestfirðir

Á Akranesi og Borgarnesi eru flottir 18 holu vellir, en svo eru 9 holu vellir út um allt Vesturland og Vestfjörðum.