Aldrei í sögunni hafa kylfingar á Íslandi verið í slíkri sérstöðu eins og þeir eru í dag. Golfarar á borð við Harald Franklín, Ólafíu Þórunni og Birgi Leif eru í dag að spila á helstu stórmótum sem haldin eru í heiminum og eru að spila langt umfram því sem spáð var. Lengst af var talið að íslendingar gætu ekki náð langt í golfi vegna veðurfars á Íslandi sem veldur því að golftímabilið er styttra. En í dag þökk sé betri völlum, ódýrara flugs erlendis og fleiri íslendingum að fara í skóla annarstaðar í heiminum.

Á Íslandi eru 65 golfvellir sem flestir eru opnir frá lok apríl til lok september þar sem slegið er og farið yfir vellina. Á ári hverju er talið að um 40 þúsund íslendingar spili golf á völlum landsins en er það meira en tíu prósent af allri þjóðinni. Viðhorf íslendinga gagnvart íþróttinni hefur breyst töluvert en á árum áður þótti þetta aðeins fyrir fólk hærra í stéttarskiptingunni og var mikið snobb í kringum það. Í dag getur hver sem er spilað og er vert að benda á það að krakkar á öllum aldri spila núna og nýtur golf mikilla vinsælla. Má það vera vegna brautryðjenda á borð við Ólafíu en hún sýnir ungum stelpum að þetta er ekki einhver karla íþrótt heldur íþrótt fyrir alla.

Fyrir rúmum 83 árum komu skoskir menn til Íslands sem þá höfðu spilað golf í heimalandi sínu og byrjuðu að kenna íslendingum leikinn. Golf hefur í gegnum tíðina verið mikil herramanna íþrótt en fljótt voru stofnaðir golfklúbbar og voru þeir þrír talsins. En svo í kringum aldamótin varð algjör vinsældasprengja sem byrjaði þessa bylgju sem varð að því sem er í dag.

Í dag tekur það fólk á Íslandi í mesta lagi 30 mínutur að finna næsta golfvöll.

Ferðamenn sem og íslendingar ferðast um allt landið og skoða golfvelli landsins og hafa vellinir sannað sig sem þeir flottustu í heiminum.