Mikið er um gönguleiðir á Íslandi en hér ætlum við að fara yfir nokkrar af þessum helstu ferðum sem hægt er að fara í dag. Athugið að sumar ferðirnar eru erfiðari en annar vegan T.d. veðurfars, göngulengdar ofl. Því er nauðsynlegt að kynna sér allt tengt vel áður en haldið er í ferðalagið.

Vert er að byrja að nefna laugarvegsgönguna en er hún vinsælasta ganga á Íslandi í dag. Það tekur í kringum 4 daga að ganga laugaveginn en ferð það eftir hversu hratt er gengið. Leiðin liggur frá landmannalaugum og endar svo í Þórsmörk. Eitthvað er um vað því þarf að vera tilbúin í það. Gangan sjálf nær um 53 km og ef gengið er á 4 dögum er það 13,25 km á dag.

Ef leitað er eftir styttri göngu sem er fjölskylduvænni og nær Reykjavík, þá er Esjan alltaf klassísk. Það tekur rúm 15-20 mínutur að keyra að jarðri fjallsins eftir því hvar þú ert á höfuðborgarsvæðinu. Lítil hætta er að ganga upp fjallið en auðvitað er nauðsynlegt að sýna varkárni þar sem slysahætta er alltaf til staðar auk þess sem það snjófall getur átt sér stað á vissum stað í fjallinu. Gangan er um 914 m og jöfn hækkun en þegar á toppin er komið þá er gífurlega fallegt útsýni yfir Reykjavíkurborg.

Ef leitað er að upplifun og tími er fyrir ferðalag þá er 7 tindagönguferðin í Vestmannaeyjum einstök upplifun. Allt frá því að ganga á eldfjalli til að klífa fjall sem trýnir hæst í Vestmannaeyjum. Það tekur rúmar 2.5 klst að komast frá Reykjavík til Vestmannaeyja á sumrin ef siglt er með Herjólfi en einnig er hægt að fljúga með Ernir air sem tekur rúmar 30 mínutur.

Athugið að í þessari grein völdum við þessar þrjár göngur en margar fleiri göngur eru boði og kjörið að kynna sér meira um það frábæra úrval sem við á Íslandi búum við.