Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að árið 2010 varð eldgos í Eyjafjallajökli en var jarðyfirborðið ekki eina sem sprakk heldur varð sprenging í fréttamiðlum um allan heim um gosið og svæðið þar í kring. Milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls liggur gönguleið að nafni Fimmvörðuháls. En eftir mikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum hefur gangan orðið mjög vinsæl meðal erlendra ferðamannna.

Þrátt fyrir skyndilegan vöxt meðal erlendra göngumanna hefur gönguleiðin lengi af verið vinsæl meðal göngugarpa hér á Íslandi. Leiðin þykir góð á þann hátt að hún tekur einungis einn dag að ganga og er góð leið fyrir fólk sem vill fara að ganga að alvöru að prufa sig áður en það stekkur í djúpu laugina. Leiðin sjálf er í kringum 23 km og þegar hæst kemst er hún 1000 m yfir sjávarmáli.

Þrátt fyrir að vera talin ein af byrjendagöngunum þá er hún alls ekki hættulaus en veðurfarið á svæðinu getur breyst á sekúndubroti og þarf því fólk að vera vel undirbúið. Ásamt fötum og hlífðarfatnaði er mælt með að göngugarpar taki með sér gps, kort og áttavita. En er það gert vegna þess að efst á hálsinum er ekki stikað eins og á hinum stígunum á leiðinni og því getur snjórinn valdið því að fólk villist.

Einfaldari leiðin byrjar hjá Skógum og endar í Þórsmörk en hún er einfaldari vegna þess að hækkunin fer bara smám saman frekar en ef gengið er öfugt þá er hækkunin gífurleg í byrjun. Til að vera viss um að allt fari vel fram þá er best að kynna sér leiðinna vel og að fá leiðsögumann eða einhvern sem hefur reynslu á göngunni. Það gerir það að verkum að engin hætta er á því að eitthvað fari úrskeiðis, og ef eitthvað gerist þá veit einhver hvað á að gera til að bregðast við.