Frá því að treysta mest megnis á sjávarútveginn í atvinnulífinu hér árum áður hefur breytingin verið töluverð og er nú ferðamannaiðngreinin búin að taka yfir sem atvinnugreinin sem skilar mestu af sér til ríkisins. Svo virðist sem allir lögráða einstaklingar á Íslandi eiga Airbnb íbúð sem þau leigja annaðhvort allt árið eða tímabært eins og á sumrin. Ekki bara það heldur rísa stór hótelin hver á fætrum öðrum víðsvegar um landið.

Airbnb var stofnað árið 2008 en var það ekki fyrr en um 2016 þegar það var helsta æði hér á Íslandi og var Ísland fljótt landið með flestar eignir til leigu ef miðað var við höfðatölu. Ekki nóg með það heldur var Ísland eitt tekjuhæsta landið samkvæmt tölum Airbnb. En þrátt fyrir gott gengi hefur nú komið fram að hægt hefur töluvega á vexti Airbnb en vilja menn meina að markaðurinn fyrir þetta sé fullur. Markhópur Airbnb íbúða er einmitt ungt folk sem ferðast ekki með fjölskyldu og hefur ekki efni að gista á hóteli. Það skiptir þessum einstaklingum minna máli að ekki sé í boði morgunmatur heldur hugsa þau aðstöðuna einungis sem svefnpláss og verslar frekar í matvöruverslun þegar þeim langar í morgunmat. Auðvitað er þetta stór staðhæfing en þetta er bara eitt dæmi um ástæðu hvers vegan hægt hefur á vexti airbnb, að markaðurinn sé mettur og ekki sé meiri eftirspurn.

Mikið er um Bandaríkjamenn sem ferðast hér á landi en koma flestir ferðamenn þaðan. Mikið af eldra fólki velur sér fremur að gista á hóteli, en margar ástæður gæti verið á bakvið það svosem: Kunna minna á tækni, vilja morgunverð á morgnanna og að það sé vaktað svæðið með starfsfólki allan sólahringinn. Því má segja að markhópurinn sé í raun allt annar hjá hótelum en Airbnb og skaðar því það ekki hvort annað. Aftur á móti eru fyrirbrigði líkt og Hostel sem er í meiri samkeppni við Airbnb.