Á ári hverju er heljarinnar magn af íþróttaviðburðum hér á Íslandi, allt frá meistaramótinu í golfi í úrslitakeppnina í handbolta. Við höfum tekið saman nokkRra af þeim íþróttaviðburðum sem okkur finnst að þú megir ekki missa af.

Áður en harði veturinn skellur á okkur hér á Íslandi þá keppa karla & kvenna fótboltalið í bikarúrslitum í fótbolta. Leikirnir eru um helgi sem lendir yfirleitt í lok ágúst byrjun september. Á síðasta ári var það ÍBV sem hampaði titlinum í bæði karla & kvenna flokki. Leikirnir eru oft mjög dramatískir en þarna mætast tvö bestu lið hverju sinni, en mætti segja að þetta væri stærsti staki leikurinn á árinu þar sem ekki er úrslitakeppni eins og t.d. á Íslandsmóti handbolta. Leikirnir eru spilaðir á Laugardalsvelli og er talið að árið 2017 hefðu á annað þúsund manns mætt á leik hjá ÍBV karla megin.

Að fara á landsleik er góð skemmtun, en miðað við höfðatölu er það stórkostlegt hversu langt landsliðin okkar hafa náð. Það skiptir ekki máli hvort það sé í handbolta eða fótbolta og meira að segja ekki hvort það sé í karla eða kvenna, gæðin sem þessi lið búa yfir er mjög merk. Nú spilar kvenna landsliðið í fótbolta um það að komast á heimsmeistaramótið. En vert er að nefna það að á þessu ári fór einmitt karlaliðið í fótbolta á HM og gerði sér lítið fyrir og gerði jafntefli við sterkt lið Argentínu. Ekki er bara hægt að horfa á landsleiki fyrir stórmót heldur spila liðin oft vináttuleiki við aðrar þjóðir sama hvenær á árinu.

Ein dramatískasta úrslitakeppni fyrr og síðar átti sér stað nú fyrr á árinu þegar Dominos körfuboltadeildin hélt út úrslitakeppnina sína. Mikil spenna var en hampaði KR titlinum þetta árið. Mikil spenna myndast í kringum úrslitakeppnina en er hún með svipuðu fyrirkomulagi og úrslitakeppnin í Bandaríkjunum. Hér spila saman allt frá uppöldum til erlendum leikmönnum

Þetta er eitthvað sem okkur finnst standa upp úr á ári hverju.