Íþróttir er einn megin þáttur af menningu Íslands en þrátt fyrir litla stærð hefur það sannað sig sem eitt af þeim betri þjóðum í öllum helstu íþróttum. En til dæmis má nefna það að Ísland fór í fyrsta skiptið í sögunni á HM í knattspyrnu og gerði jafntefli við Argentínu. Þrátt fyrir frábæran árangur í fótbolta þá hefur Ísland alltaf verið helst þekkt fyrir hæfni sína í handbolta. Árið 2008 spilaði Ísland gegn Frakklandi í úrslitaleik ólympíuleikanna en sterkt lið Frakklands varð þeim að falli og enduðu þeir í öðru sæti.

Þrátt fyrir ekkert sérlega gott veðurfar fyrir vetraríþróttir eins og skíði og snjóbretti þá hafa Íslenskir snjóbrettir verið að sanna sig meira og meira en Akureyringurinn Halldór Helgason er nú eitt stærsta nafn í þessum geira. Halldór hefur keppt á X-leikunum en árið 2010 gerði hann sér lítið fyrir og vann sér inn gullverðlaun.

Íþróttayðkendur líkt og Halldór, íslenska karlalandsliði í fótbolta og Gerpla fimleikafélagði eru brautryðjendur fyrir yngri kynslóðir. Þar sem þau sanna að allt er mögulegt ef maður leggur vinnuna fyrir því. En er mikill áhugi frá heimabæ Halldórs, Akureyri fyrir öllum brettaíþróttum. En hann sýnir að þetta er hægt þrátt fyrir að hafa hvorki stór fjöll né það snjómagn sem lönd á borð við Frakkland og Sviss hafa.

Adrenalínfíklar Íslands þurfa ekki að örvænta en mikið er um jaðaríþróttir á Íslandi. Á suðurlandinu hefur til dæmis brimbrettaíþróttin tekið sér stóran fasta og hefur verið gerð heimildarmynd um það. En ískaldur sjórinn kemur brimbrettaköppum annarstaðar úr heiminum á óvart. Þótt brimbrettaíþróttin vex hratt nær það ekki sama vexti og hellaskoðun en er það orðið verulega vinsælt hjá túristum og hefur aðgengið að því aldrei verið betra. Hellarnir á Laugarvatnsveginum er til dæmis eitt af þeim stærstu ferðamannaáfangastöðum og er aðkoman mjög auðveld fyrir byrjendur.

Því má segja að að er eitthvað fyrir alla tengt íþróttum á Íslandi sama hvar áhugasviðið liggur.