Sjáðu landið frá öðru sjónarhorni

Ferðamennskan á Íslandi

Síðan ferðamenn fóru að streyma til landsins fyrir nokkrum árum hefur fólk á Íslandi verið að finna fleiri leiðir til að hagnast á komu fólksins og finna nýja staði sem fólk getur heimsótt. Uppbygging náttúru- og útivistarsvæða hefur verið gríðarleg, en virðist samt sem áður aldrei ganga nógu hratt. Fleiri ferðir um eldfjallasvæði, upp á jökla, á fjórhjólum og hestum hafa bæst í hópinn – og svo eru auðvitað öll hótelin sem verið er að byggja.

Þegar ferðast er á Íslandi er betra að hafa varann á. Vegirnir eru hættulegir í bestu veðrum og hálendið býður upp á hinar ýmsu hættur. Oftast nær gengur allt vel og allir komast öruggir heim til sín, en því miður gerist það þó of oft að fréttir berast af ferðamönnum sem lentu í háska á einn eða annan hátt. Greint var frá því í fréttunum þann 18. september að ferðamaður hefði hrapað fram af klettum í Kirkjufelli og látið lífið.

Ekki er það þó alltaf alvarlegt þegar eitthvað kemur fyrir eins og þessi frétt um Ocean Diamond, skip frá Iceland Pro Cruises sýnir, en skipið rakst á grjót þegar það reyndi að sigla inn í Reykjavíkurhöfn. Hvöss austanátt var við höfnina og rak skipið aðeins til í vindinum. Ocean Diamond heldur för sinni áfram samkvæmt áætlun.

Iceland Pro Cruises

Iceland Pro Cruises er ferðafélag á Íslandi sem hefur starfað í þó nokkur ár. Hjá þeim er fólki boðið að skoða landið frá öðru sjónarhorni en margir gera – siglandi. Þeir hafa til umráða litla skipið Ocean Diamond sem tekur 210 farþega. Siglt er í kringum landið og þar sem skipið ekki er mjög fyrirferðarmikið er siglt inn í firði og farið í skoðunarferðir upp á land.

Iceland Pro Cruises siglir einnig milli Íslands og Grænlands og bjóða upp á skoðunarferð meðfram ströndum Grænlands.