Spilavíti víðsvegar um Ísland

Spilavítin eins og þau leggja sig eru í dag bönnuð á Íslandi en þróunin í dag er í átt að lögleiðingu þeirra. Flestir Íslendingar hafa lengst af þrýst á lögleiðingu spilavíta, þrátt fyrir að landlæknar hafa lengst af talað gegn því þar sem andlegri heilsu gæti hrakað við komu þeirra.

Í flestum öðrum löndum eru spilavíti stór menningarþáttur í samfélaginu og er Ísland því ekki aðeins að missa úr mögulegum tekjum heldur stóru aðdráttarafli til að fá fólk að koma og heimsækja ísland.

Umræðan þyrfti að vera tekin með öllum íslendingum en miklir fordómar hafa verið í garð spilavíta en Landlæknir telur svo að fjárhættuspil séu heilsuspillandi og eiga ekki heima á Íslandi, en aðrir benda á önnur lönd þar sem þau eru og gengur landið sinn vanagang.

Spilavíti

gætu hjálpað smærri bæjarfélögum að stækka og fá fólk til að koma að heimsækja litlu bæjarfélögin sín út á landi. En í dag enda flestir ferðamenn að vera bara í Reykjavík alla daga dvalarinnar sinnar. Þróunin gæti verið þannig að auglýst væri mismunandi bæjarfélög með spilavíti og ferðamenn farið í tveggja daga ferðir um landið og stoppað í þeim bæjarfélögum sem þeim líst vel á. Las Vegas til dæmis var bara eyðimörk áður en í dag hafa spilavítin sannað sig sem stórt aðdráttarafl til að fá fólk til að heimsækja borginna sína.

Spilavíti í Borgarfirði, Akureyri, Egilstöðum og Vestmannaeyjum gæti hjálpað þessum bæjarfélögum að vaxa og byggja upp innviðina.

Ferðamenn væru auðvitað megin markhópurinn í þessum minni bæjarfélögum, en ferðamanna tímabilið er í kringum 4 mánuðir þar sem mesti fjöldinn kemur í maí, júní, júlí og ágúst.

Flottar ferðir út á land, pókermót og annað væri hægt að gera til að ná fjöldanum til að koma í spilavíti víðsvegar um landið.

Það er því vert að athuga stöðuna með að bjóða upp á þessa afþreyingu á Íslandi þar sem þetta gæti skilað góðu af sér.